laugardagur, september 18, 2004

Heppin!

Þriðjudagurinn 14.september
Við erum svakalegir skipuleggjar hérna í íbúðinni okkar. Hóuðum saman þeim Erasmus krökkum sem við erum búin að kynnast. Þetta átti bara að vera mjög rólegt og fara heim snemma o.s.frv.....en við enduðum á tónleikum. Fólk tók mismikið á því ....en við vorum okkar þjóð til sóma, ef svo mætti segja!!!

Miðvikudagurinn 15.september
Mjög þreyttur dagur, það getur verið erfitt að vera íslendingur og standa undir nafni!

Fimmtudagurinn 16.september
Já, ég var mjög heppin í dag. Ég steig í einn mjúkan og fínan hunda skít. Það er nefnilega svo merkilegt að hundarnir, þessar yndislegu skepnur sem mér líkar svo vel við hafa þann forgang hérna í borginni að þeir mega bar losa hvar og hvenær sem er! Þetta er út um allt! En þetta hefur allt sinn tilgang...við fréttum það að þeir sem stíga í einn svona mjúkan og fínan eru mjög heppnir. Piccolina var mjög ánægð með þær fregnir og stígur nú hiklaust á þá þegar hún fer út að ,,jogga”!!!

Föstudaguinn 17.september
Vaknaði upp við það að Linda var að taka trillinginn inn í herberginu okkar vegna þess að það var komin sól. Svo það var ekki annað en að rífa sig á fætur, smella sér í bíkiní og búa sig undir að hitta Bóbóana. Að þessu sinni fórum við á ströndina i bæ sem heitir Bogliasco. Það er alveg yndislegur staður. Það voru fleiri en við Piccolina sem voru búnir að gefa sólina upp á bátinn, það var nánast enginn á ströndinni og ekki einn einasti Bóbó. Þeir klikkuðu alveg á því...seldu örugglega ekki margar regnhlífar í dag.

Í kvöld þá var ,,Sex in the city” kvöld hjá okkur. Við buðum öllum str......nei, nei! Við buðum nokkrum stelpum í heimsókn, horfðum á örfáa þætti, borðuðum mikið nammi og töluðum hvor aðra í kaf.

Þetta er svona í grófum dráttum það sem ég er búin að vera gera undanfarna daga! Það er rosalega gaman hjá okkur og við verðum líklegast komnar heim fyrr en okkur grunar. Dagarnir hérna líða ótrúlega hratt, þrátt fyrir það hvað allt gengu hægt hérna! Þetta var afar asnaleg setning, en allaveganna hafði það mjög gott þangað til næst elskurnar mínar:)