sunnudagur, september 05, 2004

Hallo

Hallo alles!!!!

Þá er maður komin með blog síðu. Það er það síðasta sem ég ætlaði að gera, ég skyldi ekki alveg afhverju fólk var að fá sér svona síðu. En nú er ég í upplýsingatækni og er einmitt að læra hvernig maður gerir svona síðu. Heimur tölvunördanna er mjög spennandi, það er mikið hægt að læra og gera í genum netið. Áður en ég veit af verð ég hætt að fara fram í pásum og fá mér kaffi ég sit eftir til að blogga eða hanga á netinu og hver veit nema að ég taki þetta með trompi og verð á bókasafninu alla daga til að vera í stöðugri tenginu við netið. Ef svo er viljiði senda mig á SÁÁ (þeir eru örugglega komir með deild fyrir svona sjúklinga). Takk

En ég er komin út til Ítalíu. Ferðin er búin að vera frekar skrautlega hingað til, en þetta er allt að blessast. Hérna kemur smá ferðasaga fyrir þá sem vilja vita hvað við erum að gera - hinir geta lesið blogg hjá einhverjum öðrum eða slökk á tölvunni.

1.september
Ég byrjaði að pakka klukkan 01:00 um nóttina. Það var ansi mikið að gera hjá mér daginn áður en ég fór út og því var ég ekki alveg að gefa mér tíma í þetta, enda vantar mig mjög mikið núna. En LÍNa frænka reddar málunum fyrir mig. Við fórum út á völl um 5 leytið og þar sem það var lítið um svefn þá vorum við frekar utan við okkur. Þegar við vorum búnar að tékka okkur inn, þá kemur upp að okkur starfsmaður flugleiða og spyr hvort það séu við sem erum að fara til ítalíu. Einmitt það passaði við okkur en þá sagði hann að öryggisverðirnir væru að leita að okkur. Ég held að ég hafi aldrei á ævi minni roðnað eins mikið og gat varla talað. En mig langar til að taka í höndina á þessum manni því hann náði okkur báðum. Fyndnir starfsmenn hjá flugleiðum.....passið ykkur á þeim.

Allt gekk vel í London nema að við vorum svo heppnar að þurfa að borga 14.000.- í yfir vikt...gott stelpur.

Þegar við komum til Genova þá kom krúttlegast karl sem ég hef sér að sækja okkur. Það er professorinn sem er í okkar deild hérna úti. Hann drap okkur svona sirka 20 sinnum á leiðinni á gistiheimilið og ég er búin að ákveða að þegar við förum heim þá tökum við rútu. Uff....

Við fengum góðar mótttökur á gistiheimilinu, þar kynntumst við 3 yndislegum stelpum. Ein er frá Írlandi og hinar eru frá Svíðþjóð. Þær eru einnig Ersmus nemar eins og við.

2.september
Vá...þessi dagur reyni rosalega á þolinmæðina. Við fórum á skrifstofu skólans um 10 og fórum út klukkan 1. Svo þurftum við að láta taka myndir af okkur, borga einhvern skatt og alls konar rugl .

3.september
Til að þess að þurfa ekki að bíða í biðröð þar sem þolinmæðin var ekki mikil eftir þá vöknuðum við um 7 til að vera fyrstar inn á skrifstofuna í skólanum. Jú, það tókst og þetta tók aðeins klukkutíma... En núna erum við löglegar í landinu, búnar að borgar skattinn og svo skemmtilegt. Við fórum svo að skoða íbúðir. Íbúðin sem okkur leist vel á er við hliðina á Lykla Pétri. Höfum reyndar ekki séð hann ennþá...enda er hann úti að gera góðverk. Án gríns, en þá þurfum við að ganga upp sjö mjög bratta stiga með 17 þrepum. Eftir erfiðan dag þá skelltum við okkur á barinn og fengum okkur öl.

4.september
Tókum lífinu með stökustu róg eins og sannir ítalir, fljótar að læra, ha!!! Sváfum til hádegis og skelltum okkur á ströndina. Ég eignaðist fullt af aðdáendum sem ég kæri mig bara ekkert um. Þeir eru svartir, litlir og frekar óþolandi. Þeir eru kallaði Moskito og ekki alveg við mitt hæfi.

Þessir 4 dagar eru búnir að vera algjör draumur, vonandi verður þetta svona rólegt og skemmtilegt það sem eftir er. Ég ætla að vera dugleg að skrifa hérna inn svo ég þurfi ekki að skrifa mail. Þið megið samt senda mér mail á hrasigur@khi.is ,á næstu dögum mun ég setja upp myndasíðu með myndunum sem ég búin að taka hérna úti.

En smá svona useless information i lokin því að það er svo gaman að þeim. Það er fleiri en ég sem er kölluð Krunka því það var upptekið bæði sem notandi og líka sem linkur á þessa síðu. Ég sem hélt að ég væri með einkaleyfi. Hver lætur eiginlega kalla sig svona asnalegu nafni? Hún Krumma var tilbúin að leysa Krunku af í smátíma. Skemmtilegt.....ha....!!!!