laugardagur, september 11, 2004

Hæ elskurnar minar

Klikkaður Ítali
Frá því á þriðjudaginn er margt búið að gerast. Allt er búið að vera brjálað í íbúðinni okkar vegna þess að leigusalinn okkar hann heldur að hann hafi verið að eignast 5 dætur en ekki leigjendur. Hann vildi helst stjórna því hvað við gerum og hvernig við höguðum okkur. Frekar spes maður. Samningurinn sem hann lét okkur fá var frá því á fornöld og því löngu útrunnin. Hann þurfti því að vesenast mikið til að fá hann löglegan.
Í gær morgun var fundur með honum og okkur stelpunum. Til þess að fá sem mesta vorkunn eða eitthvað þá feldi hann nokkur tár fyrir okkur, Ohhhh....það virkaði vel hjá honum, við reyndum þó að standa á fastar á okkar skoðunum. Hann ætlaði að banna okkur að fá fólk í heimsókn vegna þess að það myndi trufla okkur í lærdómnum, ég sem hélt að ég væri að læra fyrir mig en ekki einhvern Ítala með mikilmennsku brjálæði. Merkilegur einstaklingur.

Í gær kvöldi fórum við út á djammið. Byrjuðum á því að fara í matarboð til stráks sem sænsku stelpurnar voru að kynnast. Það er held ég eitt misheppnaðasta matarboð sem ég hef farið í. En það var ótrúlega fyndið. Þessi sænski gaur bauð greinilega öllum stelpum sem hann hafði rekist á. Við vorum 11 stelpur og 2 herramenn. ,,Svakalegir herramenn"
Úr matarboðinu fórum við niður á höfn. Þar var rosalega flottur staður og mjög skemmtileg tónlist. Samt frekar skrýtið að fara út á einhvern pramma að djamma.

En hérna eru upplýsingar um hvar ég bý og síma og fl.

Cutri Cucinotta
Via Bianchetti 2/21
16134 Genova
Ítalía

Heimasíminn er 0039- 010 246 2514
Gsm er 3209 55 57 50

Ekki hef ég frá meiru að segja í bili enda mynduð þið eflaust ekki nenna að lesa meira. Hafið það gott þangað til næst. Bæjó