laugardagur, september 25, 2004

Föstudagurinn
Fór með 10 eldhressum Erasmus krökkum til Frakklands. Fyrst fórum við til Nice. Það er rosalega falleg og mjög hein borg. Á gistiheimilinu kynntumst við fullt af fólki sem var búið að vera á flakki um allan heim. Alls held ég að við höfum verið frá 10 löndum. Við erum komin með nýtt mál sem er sænk, ensk, dansk, þýsk, íslensk samblanda einhver.

Sænska mafían er búin að gera þá merku uppgötvun að taka orð úr sænsku og bæta –ur við og þá eru þeir að tala íslensku. Íslenskur...mjög einfalt málur.

Laugardagurinn
Nice var skoðuð aðeins nánar, farið á ströndina og hlaupið í síðustu búðirnar. Svo var ferðinni heitið til Mónakó. Það er einn fallegasti staður sem ég hef séð. Staðurinn er troðinn af flottum bílum, bátum og byggingum. Og ríku fólki....og nokkrir túristar inn á milli!

Fórum inn í Casino Monte Carlo það er ótrúlegur staður. Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég kom inn í þetta huge hús var að ef ég ætti jafn marga seðla og íbúar Monakoborgar þá myndi ég halda brúðkaupið mitt þarna. Geðveikur staður, allt í gulli, marmara og fallegum myndum. Æ, ég var ekki alveg búin að spá í því að ég ætla að verða kennari og svo á ég þar að auki ekki mann, ég verð að hugsa þetta eitthvað betur!!! Hehehe....

Á morgunn þá er ég Bóbóinn, þar að segja ég þarf að þrífa íbúðina, fara í búð og gera fleiri mis skemmtilega hluti... Hey, já eg er komin með nokkrar myndir inn á www.photos.heremy.com/krumma

Hafið það gott þangað til næst!