mánudagur, september 27, 2004

Íslendingurinn að brillera!

Sunnudagurinn 26.september
Mafíurnar standa þétt saman. Þar að segja finnska, sænska og íslenska mafían auk tveggja annarra einstaklinga sem vita ekki hvaða hópi þær eiga að tilheyra. En íslendingar eru svo fáir að við teljum þær með okkar hópi. Svo nú getum við sagt að við séum 289.002 einstaklingar sem tilheyra íslandi.
En alla veganna þá fóru mafíurnar á ströndina í dag. Tilgangur ferðarinnar var eins og vanalega að liggja í leti, læra og sleikja síðustu sólargeislanna.

Mig langar til að deila því með ykkur að boltaleikur og bikini fer ekki vel saman! Mín flassaði óvart alla ströndina í miðjum boltaleik, en ef það er einhver plús....þá náði ég boltanum. Hihi!!!

Mánudagurinn 27.september
Byrjaði daginn á því að hitta yndislega manninn sem við leigjum hjá. Hann hélt að ég væri gestur í íbúðinni og varð alveg snar vegna þess að það hefði enginn látið hann vita. Svo kom systir hans og hjálpaði mér út úr þessu öllu saman, það slær ekki alveg eins mikið saman hjá henni...þessir gömlu Ítalir!

Svo gerði ég heiðalega tilraun til að fara í Ikea, nema hvað að ég tók vitlausan strætó og endaði lengst í rassgati. Á enda stöðinni fór ég út, því strætó stoppaði það í 15 mín. Þá sá ég að ég var komin á stað þar sem fólk ræktaði allskonar dót, eins og tómata, grænmeti, fl. Fólkið sem fór kom inn og út úr vagninum mynnti mig helst á bændur. Alltaf gaman að villast!!!

Ekki meira að frétta frá pizzalandinu í bili.
Hafið það gott þangað til næst!

laugardagur, september 25, 2004

Föstudagurinn
Fór með 10 eldhressum Erasmus krökkum til Frakklands. Fyrst fórum við til Nice. Það er rosalega falleg og mjög hein borg. Á gistiheimilinu kynntumst við fullt af fólki sem var búið að vera á flakki um allan heim. Alls held ég að við höfum verið frá 10 löndum. Við erum komin með nýtt mál sem er sænk, ensk, dansk, þýsk, íslensk samblanda einhver.

Sænska mafían er búin að gera þá merku uppgötvun að taka orð úr sænsku og bæta –ur við og þá eru þeir að tala íslensku. Íslenskur...mjög einfalt málur.

Laugardagurinn
Nice var skoðuð aðeins nánar, farið á ströndina og hlaupið í síðustu búðirnar. Svo var ferðinni heitið til Mónakó. Það er einn fallegasti staður sem ég hef séð. Staðurinn er troðinn af flottum bílum, bátum og byggingum. Og ríku fólki....og nokkrir túristar inn á milli!

Fórum inn í Casino Monte Carlo það er ótrúlegur staður. Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég kom inn í þetta huge hús var að ef ég ætti jafn marga seðla og íbúar Monakoborgar þá myndi ég halda brúðkaupið mitt þarna. Geðveikur staður, allt í gulli, marmara og fallegum myndum. Æ, ég var ekki alveg búin að spá í því að ég ætla að verða kennari og svo á ég þar að auki ekki mann, ég verð að hugsa þetta eitthvað betur!!! Hehehe....

Á morgunn þá er ég Bóbóinn, þar að segja ég þarf að þrífa íbúðina, fara í búð og gera fleiri mis skemmtilega hluti... Hey, já eg er komin með nokkrar myndir inn á www.photos.heremy.com/krumma

Hafið það gott þangað til næst!

fimmtudagur, september 23, 2004

Lesblindan að gera góða hluti!

Laugardagurinn 18.september
Fórum við með öllum Erasmus hópnum til Portofino sem er ,,mjög fínn” staður eins og nafnið getur til kynna. Þarna fer allt fína og ríka fólkið og svona kjánar eins og við til að sjá fína og ríkafólkið. Á ítalskan mælikvarða þá er allt mjög dýrt, en verðið var alls ekki meira en heima. Svo fína ríkafólkið ætti að leggja leið sýna heim á klakann til að eyða peningunum sínum.

Um kvöldið kíktum við svo á næturlífið hérna. Ég gerði mér lítið fyrir og fór í háum hælum. Það er eitthvað sem ég ætla að láta módelin sjá um hér eftir. Einhverstaðar heyrði ég að ,,beauty is pain” en fyrr má nú aldeilis fyrr vera. Ég gat ekki gengið í 2 daga á eftir. Ok, ég skal vera slöpp í einn dag frekar en að vera ógöngufær í 2 daga. Passið ykkur á háu hælunum!

Sunnudagurinn 19.september
Einmitt, eins og ég sagði ykkur þá vaknaði mín, frekar hölt og óstöðug vegna hælsæra og annarra áverka. Veit ekki alveg hvernig komst, en áður en ég vissi af var ég komin niður á strönd í sólbað. En ég meina ,,beauty is pain” og það er ekki á hverju ári sem maður kemst í sólbað í lok septemberJ

Mánudagurinn 20.september
Sat sveitt við lærdóminn, eða ekki... Nei, en ég tók samt upp bækurnar til að losna við samviskubitið sem var farið að naga mig eftir aðgerðaleysi helgarinnar.

Þriðjudagurinn 21.september
Enn einn dagurinn sem við vöknuðum snemma fórum á skrifstofu skólans og biðum í röð í nokkra tíma. Maður er farin að taka þessum óendanlega löngu röðum með stökustu róg. En það er mjög fyndið við skiljum ekki orð af því sem fólkið er að reyna að segja við okkur. Þeir halda samt að við skiljum þá betur ef þeir gretta sig og geipla og ég tala nú ekki um ef þeir bæta smá handapati og bendingum inn í setningarnar sínar. Enska tilhvers... ferð bara í bendinga og grettuskólann.

Miðvikudagurinn 22.september
Áfram Samptoria...40.000 þúsund manns á fótbolta leik, ég held að ég hafi aldrei upplifað aðra eins stemmingu. Áhorfendurnir voru alveg frábærir, ekki ætla ég að tjá mig mikið um boltann sjálfan til að upplýsa ekki fáfræði minni:) Hins vegar var þetta skemmtilegur leikur þó svo að liðinu okkar hafi ekki gengið nógu vel.

Fimmtudagur 23.september

Fórum að hitta einn kennara sem á að sjá um okkur á þessari önn. Biðum eftir henni í óra tíma, en það er bara venjulegt fyrir ítali að vera mjög seinir. En þessi kennir okkar sendi staðgengil vegna þess að hún skilur ekki ensku. ,, Það útskýrði hver vegna hún sendi okkur bara e-mail á ítölsku” En þessi kennari sem kom í staðinn er enskukennari en hún talaði mjög litla ensku. Gott að hafa ensku kennara sem á í erfitt með að tala ensku...

Já, já...lesblindan er að gera góða hluti!
Ég var að senda Sms um daginn. Þá fór á stað mikill misskilningur, því ég skrifaði ,, you gays can meet us there” . Þeir félagar voru nú ekki ánægðir með íslendinginn í það skiptið því þeir eru ekki mikið fyrir að hræra í rétti gærdagsins.

Hiafð það gtot þaganð til nsæt!

laugardagur, september 18, 2004

Heppin!

Þriðjudagurinn 14.september
Við erum svakalegir skipuleggjar hérna í íbúðinni okkar. Hóuðum saman þeim Erasmus krökkum sem við erum búin að kynnast. Þetta átti bara að vera mjög rólegt og fara heim snemma o.s.frv.....en við enduðum á tónleikum. Fólk tók mismikið á því ....en við vorum okkar þjóð til sóma, ef svo mætti segja!!!

Miðvikudagurinn 15.september
Mjög þreyttur dagur, það getur verið erfitt að vera íslendingur og standa undir nafni!

Fimmtudagurinn 16.september
Já, ég var mjög heppin í dag. Ég steig í einn mjúkan og fínan hunda skít. Það er nefnilega svo merkilegt að hundarnir, þessar yndislegu skepnur sem mér líkar svo vel við hafa þann forgang hérna í borginni að þeir mega bar losa hvar og hvenær sem er! Þetta er út um allt! En þetta hefur allt sinn tilgang...við fréttum það að þeir sem stíga í einn svona mjúkan og fínan eru mjög heppnir. Piccolina var mjög ánægð með þær fregnir og stígur nú hiklaust á þá þegar hún fer út að ,,jogga”!!!

Föstudaguinn 17.september
Vaknaði upp við það að Linda var að taka trillinginn inn í herberginu okkar vegna þess að það var komin sól. Svo það var ekki annað en að rífa sig á fætur, smella sér í bíkiní og búa sig undir að hitta Bóbóana. Að þessu sinni fórum við á ströndina i bæ sem heitir Bogliasco. Það er alveg yndislegur staður. Það voru fleiri en við Piccolina sem voru búnir að gefa sólina upp á bátinn, það var nánast enginn á ströndinni og ekki einn einasti Bóbó. Þeir klikkuðu alveg á því...seldu örugglega ekki margar regnhlífar í dag.

Í kvöld þá var ,,Sex in the city” kvöld hjá okkur. Við buðum öllum str......nei, nei! Við buðum nokkrum stelpum í heimsókn, horfðum á örfáa þætti, borðuðum mikið nammi og töluðum hvor aðra í kaf.

Þetta er svona í grófum dráttum það sem ég er búin að vera gera undanfarna daga! Það er rosalega gaman hjá okkur og við verðum líklegast komnar heim fyrr en okkur grunar. Dagarnir hérna líða ótrúlega hratt, þrátt fyrir það hvað allt gengu hægt hérna! Þetta var afar asnaleg setning, en allaveganna hafði það mjög gott þangað til næst elskurnar mínar:)


þriðjudagur, september 14, 2004

Laugardagurinn 11.september
Trylltar í verslunum! Byrjuðum á því að fara í IKEA og þar keyptum við fullt af óþarfa dóti í íbúðina okkar. Ég keypti mér t.d dúnsæng!!! Í 30 stiga hita er ekki mikil not fyrir hana en það er bara ekki hægt að sofa með þetta lak drasl. En svo skelltum við okkur í ,,mollið”mikla. Ég hugsa að ,,debbinn” verði skilin eftir heima næstu dagana svo við þurfum ekki að lifa á pasta og bökuðum baunum síðustu vikurnar okkar!

Sunnudagurinn 12.september
Ítalir nenna ekkert að vinna. Fyrst er það þessi mjög pirrandi ,,síesta” sem er hérna á hverjum einasta degi, nema á sunnudögum því þá alveg lokað. Þú getur ekki einu sinni keypt þér að drekka nema að hafa verulega mikið fyrir því! Svo á mánudögum er opið eftir hentuleika, það er mjög hentugt ekki satt!! Sunnudagur er greinilega haldin mjög heilagur hérna svo við ákváðum að gera það bara líka!

Mánudagurinn 13.september
Krúttlegi professorinn okkar hann Sergio Morra bauð okkur Piccolinu í mat í kvöld. Málið er nefnilega þannig að hann er með íslenska professora í heimsókn hjá sér sem eru í rannsóknar leyfi og honum fannst alveg tilvalið að bjóða okkur í mat með þeim. Fyrst fórum við á ströndina að synda með honum og það var brjálæðislega fyndið og hálf vandræðalegt að fara að synda með professorinum sínum. Sjórinn var ekki að skarta sínu fínasta og mér stóð ekki á sama á tímabili en við erum þó komnar í land. Mararboðið var alveg frábært og það var mjög skemmtilegt að hitta íslendinga.

Hafið það gott þangað til næst!
laugardagur, september 11, 2004

Hæ elskurnar minar

Klikkaður Ítali
Frá því á þriðjudaginn er margt búið að gerast. Allt er búið að vera brjálað í íbúðinni okkar vegna þess að leigusalinn okkar hann heldur að hann hafi verið að eignast 5 dætur en ekki leigjendur. Hann vildi helst stjórna því hvað við gerum og hvernig við höguðum okkur. Frekar spes maður. Samningurinn sem hann lét okkur fá var frá því á fornöld og því löngu útrunnin. Hann þurfti því að vesenast mikið til að fá hann löglegan.
Í gær morgun var fundur með honum og okkur stelpunum. Til þess að fá sem mesta vorkunn eða eitthvað þá feldi hann nokkur tár fyrir okkur, Ohhhh....það virkaði vel hjá honum, við reyndum þó að standa á fastar á okkar skoðunum. Hann ætlaði að banna okkur að fá fólk í heimsókn vegna þess að það myndi trufla okkur í lærdómnum, ég sem hélt að ég væri að læra fyrir mig en ekki einhvern Ítala með mikilmennsku brjálæði. Merkilegur einstaklingur.

Í gær kvöldi fórum við út á djammið. Byrjuðum á því að fara í matarboð til stráks sem sænsku stelpurnar voru að kynnast. Það er held ég eitt misheppnaðasta matarboð sem ég hef farið í. En það var ótrúlega fyndið. Þessi sænski gaur bauð greinilega öllum stelpum sem hann hafði rekist á. Við vorum 11 stelpur og 2 herramenn. ,,Svakalegir herramenn"
Úr matarboðinu fórum við niður á höfn. Þar var rosalega flottur staður og mjög skemmtileg tónlist. Samt frekar skrýtið að fara út á einhvern pramma að djamma.

En hérna eru upplýsingar um hvar ég bý og síma og fl.

Cutri Cucinotta
Via Bianchetti 2/21
16134 Genova
Ítalía

Heimasíminn er 0039- 010 246 2514
Gsm er 3209 55 57 50

Ekki hef ég frá meiru að segja í bili enda mynduð þið eflaust ekki nenna að lesa meira. Hafið það gott þangað til næst. Bæjó

þriðjudagur, september 07, 2004

Italiano

Laugardagurinn 5.sepember
Voknudum snemma til ad fara à strondina. Strondin sem vid forum a var i Celle sem er litill baer herna rett hja okkur. Dad var mjog notalegt, snyrtilegt og fint. Daginn eftir komumst vid ad dvi ad vid vorum a einhverjum stad sem vid hefdum durft ad borga fullt til ad vera à, dad var ekki nema von ad allt var mjog fint of snyrtilegt. Ha ha....

Um kvoldid tokum vid herbergisfelagarnir sma dekur, dar ad segja lakka neglur og fl.

Sunnudagurinn 6.september
Vid fengum ekki nog af sol i Celle svo vid skeltum okkur a strond i baenum Arenzano. Hann er mun naer okkur. Dar durftum vid ad vera a satd fyrir almenning. Langt fra dvi aè vera eins snyrtilegt og i Celle en did vitid af hverju....

Dad var fullt af Boboum darna ad selja veski og alskonar drasl. Vid turistarnir fellum alveg fyrir dessu. Piccolina(litla) Linda fara ad fara hamforum darna i pruttinu. En dad var mjog gaman ad fylgjast med henni. Tek hana alltaf med mer her eftir.

Mànudagurinn 7.september
Vid forum ad skoda okkur um i baenum okkar. Fundum likamsraekt sem vid erum ad sma i ad fara i. Madur verdur ad vera i formi um jolin. Svo hefur madur svo mikin aukatima herna uti en dad breytist degar skolinn byrjar. Vid forum i fyrsta profid okkar i dag, dad gekk vel....eda ekki. Vid skyldum ekkert, en dad var bara fyndid. Degar vid komum inn i salinn da vorum vid lesinn upp. Mitt nafn gekk ekkert serlega vel i upplestrinum og allir foru ad hlaegja degar madurinn gat loksins komid dessu fra ser:)

Seinni partinn da forum vid og hittum professorinn okkar. Hann var mjog elskulegur og utskyrdi fyrir okkur alla afangana sem vid getum tekid. Detta litur allt vel ut og eg hlakka bara til ad byrja.

Thridjudagurinn 8.september
I dag eru vid ad fara i fyrsta timan okkar i tungumàlanàmskeidinu. Vid erum i skolanum fra 2-4 à manudogum, thridjudogum og fimmtudogum. Dad verdur spennandi ad sja hvernig detta verdur.

sunnudagur, september 05, 2004

Hallo

Hallo alles!!!!

Þá er maður komin með blog síðu. Það er það síðasta sem ég ætlaði að gera, ég skyldi ekki alveg afhverju fólk var að fá sér svona síðu. En nú er ég í upplýsingatækni og er einmitt að læra hvernig maður gerir svona síðu. Heimur tölvunördanna er mjög spennandi, það er mikið hægt að læra og gera í genum netið. Áður en ég veit af verð ég hætt að fara fram í pásum og fá mér kaffi ég sit eftir til að blogga eða hanga á netinu og hver veit nema að ég taki þetta með trompi og verð á bókasafninu alla daga til að vera í stöðugri tenginu við netið. Ef svo er viljiði senda mig á SÁÁ (þeir eru örugglega komir með deild fyrir svona sjúklinga). Takk

En ég er komin út til Ítalíu. Ferðin er búin að vera frekar skrautlega hingað til, en þetta er allt að blessast. Hérna kemur smá ferðasaga fyrir þá sem vilja vita hvað við erum að gera - hinir geta lesið blogg hjá einhverjum öðrum eða slökk á tölvunni.

1.september
Ég byrjaði að pakka klukkan 01:00 um nóttina. Það var ansi mikið að gera hjá mér daginn áður en ég fór út og því var ég ekki alveg að gefa mér tíma í þetta, enda vantar mig mjög mikið núna. En LÍNa frænka reddar málunum fyrir mig. Við fórum út á völl um 5 leytið og þar sem það var lítið um svefn þá vorum við frekar utan við okkur. Þegar við vorum búnar að tékka okkur inn, þá kemur upp að okkur starfsmaður flugleiða og spyr hvort það séu við sem erum að fara til ítalíu. Einmitt það passaði við okkur en þá sagði hann að öryggisverðirnir væru að leita að okkur. Ég held að ég hafi aldrei á ævi minni roðnað eins mikið og gat varla talað. En mig langar til að taka í höndina á þessum manni því hann náði okkur báðum. Fyndnir starfsmenn hjá flugleiðum.....passið ykkur á þeim.

Allt gekk vel í London nema að við vorum svo heppnar að þurfa að borga 14.000.- í yfir vikt...gott stelpur.

Þegar við komum til Genova þá kom krúttlegast karl sem ég hef sér að sækja okkur. Það er professorinn sem er í okkar deild hérna úti. Hann drap okkur svona sirka 20 sinnum á leiðinni á gistiheimilið og ég er búin að ákveða að þegar við förum heim þá tökum við rútu. Uff....

Við fengum góðar mótttökur á gistiheimilinu, þar kynntumst við 3 yndislegum stelpum. Ein er frá Írlandi og hinar eru frá Svíðþjóð. Þær eru einnig Ersmus nemar eins og við.

2.september
Vá...þessi dagur reyni rosalega á þolinmæðina. Við fórum á skrifstofu skólans um 10 og fórum út klukkan 1. Svo þurftum við að láta taka myndir af okkur, borga einhvern skatt og alls konar rugl .

3.september
Til að þess að þurfa ekki að bíða í biðröð þar sem þolinmæðin var ekki mikil eftir þá vöknuðum við um 7 til að vera fyrstar inn á skrifstofuna í skólanum. Jú, það tókst og þetta tók aðeins klukkutíma... En núna erum við löglegar í landinu, búnar að borgar skattinn og svo skemmtilegt. Við fórum svo að skoða íbúðir. Íbúðin sem okkur leist vel á er við hliðina á Lykla Pétri. Höfum reyndar ekki séð hann ennþá...enda er hann úti að gera góðverk. Án gríns, en þá þurfum við að ganga upp sjö mjög bratta stiga með 17 þrepum. Eftir erfiðan dag þá skelltum við okkur á barinn og fengum okkur öl.

4.september
Tókum lífinu með stökustu róg eins og sannir ítalir, fljótar að læra, ha!!! Sváfum til hádegis og skelltum okkur á ströndina. Ég eignaðist fullt af aðdáendum sem ég kæri mig bara ekkert um. Þeir eru svartir, litlir og frekar óþolandi. Þeir eru kallaði Moskito og ekki alveg við mitt hæfi.

Þessir 4 dagar eru búnir að vera algjör draumur, vonandi verður þetta svona rólegt og skemmtilegt það sem eftir er. Ég ætla að vera dugleg að skrifa hérna inn svo ég þurfi ekki að skrifa mail. Þið megið samt senda mér mail á hrasigur@khi.is ,á næstu dögum mun ég setja upp myndasíðu með myndunum sem ég búin að taka hérna úti.

En smá svona useless information i lokin því að það er svo gaman að þeim. Það er fleiri en ég sem er kölluð Krunka því það var upptekið bæði sem notandi og líka sem linkur á þessa síðu. Ég sem hélt að ég væri með einkaleyfi. Hver lætur eiginlega kalla sig svona asnalegu nafni? Hún Krumma var tilbúin að leysa Krunku af í smátíma. Skemmtilegt.....ha....!!!!
laugardagur, september 04, 2004

prufa

Nu er madur komin med blog sidu og er dess vegna gengin i nord klubbinn.