Heima er best
Mánudagurinn 23.maí
Það voru allir frekar skrýtnir þennan. Allir að gera eitthvað fáránlegt og það vildi enginn leika við mig. Svo ég fór bara að byrja að pakka. Guð, ég fékk næstum taugaáfall yfir draslinu sem ég var búin að sánka að mér. Hvernig er hægt að henda 7 pokum af drasli úr svona litlu herbergi!
Þriðjudagurinn 24.maí
Síðasti dagurinn á ströndinni. Maður varð nú að ná síðustu sólargeislunum og bæta aðeins á brúnkuna áður en maður hélt heim á klakann. Nema hvað að það boðið upp á bjór og fínirí í tilefni dagsins. Hvert tilefnið var veit ég ekki en gott tilefni samt sem áður. Einn kaldur og sveittur í 30 stiga hita er ekki sem verst. Er ekki alltaf sagt að maður verður að drekka mikið þegar meður er í sól oghita, aldrei tekið fram hvað maður á að drekka! Eg varð ekki fyrir vökva tapi þann daginn!
Miðvikudagurinn 25.maí
Jæja, nú var síðasta djammið að sigla í höfn. Við sambylingarnir vorum búin að ákveða að hafa matarboð sem varð lítið úr vegna þess að mér var boðið í matarboð sem ekki var hægt að cancella.
En ég fór frekar spæl í matarboðið og vitið menn þegar ég opna hurðina sem ég byrjaði á að labba á sökum myrkurs þá voru svakar fagnaðarlæti, flas og als konar vitleysa sem tók á móti mér. ,, Surprise" já þetta var ,,SURPRICE" ég átti engan veginn von á þessu og byrjaði að titra og skjálfa og vissi ekkert hvað ég átti að segja. Þarna voru allir sem ég þekkti í Genova og meira að segja krakkarnir sem ég bý með og talaði við 10 mín áður en ég fór þangað og ég var að segja þeim hvað ég var spæl yfir því að geta ekki verið með þeim um kvöldið. Nú veit ég afhverju allir voru svona skrýtinir við mig og afhverju þeir máttu ekki vera að því að hitta mig!
Þetta var eitt af skemmtilegustu kvöldum þarna úti. Hrikalega vel heppnað og ég er ekkert smá ánægð yfir þessu og einnig vegna þess að Liverpool vann þetta kvöld. Svaka leikur - þau vita samt ekki en að ég veit ekkert um fótbolta.....! hihi!
Fimmtudagurinn 26.maí
Eftir að hafa hent helmingnum af dótinu mínu þá var ég samt með allt of mikið. En það varð að hafa það. Einungis ein risa stór taska sem hægt væri að innrétta sem 2 herbergja íbúð og svo 5 litlar. Uffff....allt of mikið!
Ég hélt matarboð fyrir sambylingana og svo eyddum við kvöldinu saman. Kvöldið endaði svo á því að ég fór að væla þegar Anu fór heim og eftir að hafa jafnað mig á því þá var tekið viðtal við mig og svo fór ég aftur að væla þegar ég kvaddi þau! Væli, væl.....þetta er sko ekki síðasta vælið! Bíðið aðeins!
Föstudagurinn 27.maí
Þá var að drulla sér út á völl og koma sér heim á klakann. Fab, Fredrik og Ines komu með mér út á völl. Það voru nokkur tár feld þegar ég sagði bless við þau en svo sprakk ég í vélinni. Greyið maðurinn sem sat við hliðina á mér vissi ekkert hvað hann átti að gera. Svo að lokum tók hann utan um mig og spurði hvort eitthvað hrikalegt hafi komið fyrir. Á minni bjöguðu ítölsku gat ég sagt honum að ég væri á leiðinni heim til Ísland og þessa stundina langði mig ekkert til að fara. Hann hefur örugglega haldið að ég byggi við heimilis ofbeldi eða eitthvað í þeim dúr!
En núna er ég mjög ánægð að vera komin heim. Auðvitað er hrikalega erfitt að kveðja alla eftir svona langan tíma og maður veit ekkert hvenær maður hittir þau aftur. Ég eignaðist fullt af vinum og sum eru klárlega vinir sem ég mun eiga alla ævi.
Þetta er síðasta bloggið sem ég skrifa á þessa síðu og síðust orð mín frá Genova. Kannski á eg samt eftir að skjóta inn einhverjum ferðasögum og myndum hérna í sumar.
Hlakka til að sjá ykkur elskurnar mína. Ef þið viljið ná í mig þá er ég með sama símanúmer!