þriðjudagur, maí 31, 2005

Heima er best

Mánudagurinn 23.maí
Það voru allir frekar skrýtnir þennan. Allir að gera eitthvað fáránlegt og það vildi enginn leika við mig. Svo ég fór bara að byrja að pakka. Guð, ég fékk næstum taugaáfall yfir draslinu sem ég var búin að sánka að mér. Hvernig er hægt að henda 7 pokum af drasli úr svona litlu herbergi!
Þriðjudagurinn 24.maí
Síðasti dagurinn á ströndinni. Maður varð nú að ná síðustu sólargeislunum og bæta aðeins á brúnkuna áður en maður hélt heim á klakann. Nema hvað að það boðið upp á bjór og fínirí í tilefni dagsins. Hvert tilefnið var veit ég ekki en gott tilefni samt sem áður. Einn kaldur og sveittur í 30 stiga hita er ekki sem verst. Er ekki alltaf sagt að maður verður að drekka mikið þegar meður er í sól oghita, aldrei tekið fram hvað maður á að drekka! Eg varð ekki fyrir vökva tapi þann daginn!
Miðvikudagurinn 25.maí
Jæja, nú var síðasta djammið að sigla í höfn. Við sambylingarnir vorum búin að ákveða að hafa matarboð sem varð lítið úr vegna þess að mér var boðið í matarboð sem ekki var hægt að cancella.
En ég fór frekar spæl í matarboðið og vitið menn þegar ég opna hurðina sem ég byrjaði á að labba á sökum myrkurs þá voru svakar fagnaðarlæti, flas og als konar vitleysa sem tók á móti mér. ,, Surprise" já þetta var ,,SURPRICE" ég átti engan veginn von á þessu og byrjaði að titra og skjálfa og vissi ekkert hvað ég átti að segja. Þarna voru allir sem ég þekkti í Genova og meira að segja krakkarnir sem ég bý með og talaði við 10 mín áður en ég fór þangað og ég var að segja þeim hvað ég var spæl yfir því að geta ekki verið með þeim um kvöldið. Nú veit ég afhverju allir voru svona skrýtinir við mig og afhverju þeir máttu ekki vera að því að hitta mig!
Þetta var eitt af skemmtilegustu kvöldum þarna úti. Hrikalega vel heppnað og ég er ekkert smá ánægð yfir þessu og einnig vegna þess að Liverpool vann þetta kvöld. Svaka leikur - þau vita samt ekki en að ég veit ekkert um fótbolta.....! hihi!
Fimmtudagurinn 26.maí
Eftir að hafa hent helmingnum af dótinu mínu þá var ég samt með allt of mikið. En það varð að hafa það. Einungis ein risa stór taska sem hægt væri að innrétta sem 2 herbergja íbúð og svo 5 litlar. Uffff....allt of mikið!
Ég hélt matarboð fyrir sambylingana og svo eyddum við kvöldinu saman. Kvöldið endaði svo á því að ég fór að væla þegar Anu fór heim og eftir að hafa jafnað mig á því þá var tekið viðtal við mig og svo fór ég aftur að væla þegar ég kvaddi þau! Væli, væl.....þetta er sko ekki síðasta vælið! Bíðið aðeins!
Föstudagurinn 27.maí
Þá var að drulla sér út á völl og koma sér heim á klakann. Fab, Fredrik og Ines komu með mér út á völl. Það voru nokkur tár feld þegar ég sagði bless við þau en svo sprakk ég í vélinni. Greyið maðurinn sem sat við hliðina á mér vissi ekkert hvað hann átti að gera. Svo að lokum tók hann utan um mig og spurði hvort eitthvað hrikalegt hafi komið fyrir. Á minni bjöguðu ítölsku gat ég sagt honum að ég væri á leiðinni heim til Ísland og þessa stundina langði mig ekkert til að fara. Hann hefur örugglega haldið að ég byggi við heimilis ofbeldi eða eitthvað í þeim dúr!
En núna er ég mjög ánægð að vera komin heim. Auðvitað er hrikalega erfitt að kveðja alla eftir svona langan tíma og maður veit ekkert hvenær maður hittir þau aftur. Ég eignaðist fullt af vinum og sum eru klárlega vinir sem ég mun eiga alla ævi.
Þetta er síðasta bloggið sem ég skrifa á þessa síðu og síðust orð mín frá Genova. Kannski á eg samt eftir að skjóta inn einhverjum ferðasögum og myndum hérna í sumar.
Hlakka til að sjá ykkur elskurnar mína. Ef þið viljið ná í mig þá er ég með sama símanúmer!

sunnudagur, maí 22, 2005

Bitin í tætlur!

Laugardagurinn 21.maí
Núna er endalaust mikið af pöddum hérna og þær eru að gera mig brjálaða. Ég veit ekki af hverju en ég er skíthrædd við þennan viðbjóð. Bestu vinir mínir þessa dagana eru helv... moskido! Þeim finnst blóðið mitt rosalega gott og það sérstaklega í andlitinu. Ég er núna með 4 bit svo ef þið sjáið eitthvað skrímsli með brún augu sem þið kannist við þá er það ég falin undir bólgu bitanna.

Hey, hvaða mórall er það að ítalía er ekki með í eurovision. Þeir sýndu það ekki einu sinni í sjónvarpinu. Okkur datt í hug að hafa okkar eigin keppni þar sem við getum örugglega fundið einn frá hverju landi. En þá vissi ég að Ísland myndi tapa svo ég var fljót að þagga niður þessa hugmynd! Hvernig fór eurovision?

Sunnudagurinn 22.maí
Hey, i morgun þegar ég fór á fætur mætti ég ungri sætri stelpu í íbúðinni. Svo Ale var ekki einn í nótt. Ha ha ha! Núna sitja þau hérna í eldhúsinu hjá mér og eru að fá sér að borða og þetta er allt saman frekar vandræðalegt. Nú var hann að ákveða að þau eru að koma með mér á fótboltaleik sem byrjar eftir klukkutíma. Greyið stelpan fær ekki að segja neitt um það! Þessir ítölsku menn!

Sjáumst eftir 5 daga!

föstudagur, maí 20, 2005

Game over!

Miðvikudagurinn 18.maí
Eins og vanalega þá hittumst við fjórburarnir og elduðum saman. Nema að þessu sinni þá var einn spánverji með okkur. Hann var eins og svo margir aðrir í vafa um að ég væri 100% íslendingur. Ekki mjög sáttur við það að stúlkan frá mjöglangtíburtulandi væri dekkri en hann. Kannski að hann sé bara ekki ekta!

En eftir matinn þá var farið á Grigua og svo var ætlunin hjá mér að fara á Milk en því miður þá náði ég ekki svo langt. Ég varð GAME OVER á Grigua og varð að fara heim. Upppssíiíííí....! En ég er samt sem áður viss um að ég hafi fengið eitthvað ógeð í glasið hjá mér því mér leið mjög furðulega. Ég vissi alveg hvað ég var að gera en ég sá allt svart. Einhvern veginn dröslaðist ég í Taxa og heim. Maður fer aldrei of varlega!!!

Fimmtudagurinn 19.maí
Fékk stimpil á alla pappírana mína svo núna er skólinn hjá mér næstum búin. Verð að fara í nokkra tíma á mánudaginn og svo búið! Ég á mér uppáhaldskennara hérna úti....eða ekki! Hún er óþolandi og ég gef henni sömu falleinkunn og vinkonu minni henni Dóru Bjarna! En hún gaf mér samt 8 í lokaeinkunn svo ég er sátt!

Föstudagurinn 20.maí
Í dag hef ég ekki gert neitt að viti. Jú, reyndar! Ég fór og skráði mig í áfanga fyrir næsta vetur. Ég var nefnilega svo upptekin við að gera ekki neitt þegar ég átti að gera það og í dag var opnað aftur fyrir skráningu! Svo nú ætti ég að vera skrá í skólann næsta vetur!

Nú ætla ég að henda sjálfri mér í sturtu því ég er að kafna úr hita og fílu af sjálfri mér. Hvernig getur ein manneskja lyktað svona illa. Úffff.....! Ég passaði mig meira að segja á því að fara ekki út skónum þegar ég kom inn því annars hefði ég drepið alla í íbúðinni! Varð bara að deila þessu með ykkur!

Hafið það gott, sjáumst í næstu viku!

þriðjudagur, maí 17, 2005

Bella, tu sei bronsata!

Laugardagurinn 14.mai
For med Anu og brodir hennar og makonu a ekta italskan stad. Hann er meira segja svo ekta ad thad var enginn matsedill bara tafla med einhverju sem var òlaesilegt, maturinn nànast kaldur thegar hann kom thar ad segja thad sem kom af tvi sem vid pontudum og thonustan fyrir nedan allar hellur. Sem sagt ekta italskur stadur. Alltaf jafn gaman ad fara ut ad borda, thu veist ekkert hverju thu att von a!
Sunnudagurinn 15.mai
Vid fjorburarnir erum frekar klikkud. Okkur langadi rosalega ad fara a strondina og vid vorum buin ad fa fullt af folki med okkur. En vedrid var ekki alveg ad gera goda hluti....en vid forum samt. Vid breyttum bara tilgangi ferdarinnar. Ad thessu sinni var ithottadagur! Vid spiludum blak og fotbolta....sem var frekar erfitt thar sem eg er ekki buin ad hreyfa a mer rassgatid i marga marga marga mànudi.
Mànudagurinn 16.mai
Eg gerdi tilraun til ad hitta kennarana mina. En audvitad virkadi thad ekki! Svo eg smellti mer i verslunarleidangur. Nema hvad ad Hrafnhildur er buin ad vera adeins i solinni og er ordin sma brun, en i tveimur verslunum var gert grin af mer og i annari teirra tvisvar sinnu. Einn starfsmadur baud mer godan daginn og sagdi svo ufff....thu er svolitid brun goda min og svo helt eg afram og tha kom annar og leit a skona mina og sagdi vààà.....thu notar frekar stora sko vina min....thu verdur orugglega ad fara i herra deildina! Hey, eg var ekki einu sinni ad bidja um adstod! Thar med var verslunarleidangri minum lokid og eg for heim! I storu skonum minum...!
Thirdjudagurinn 17.mai
Eg er i skolanum nuna ad reyna ad finna kennarana mina. Eg tharf orugglega ad vera herna i allan dag tvi their fara bara og koma thegar theim hentar. Enginn serstakur timi sem their eru hèrna. Eg er nota bene buin ad vera herna sidan 8 og eg er orugglega buin med 5 kaffibolla og er ordin eins og parkinson sjuklingur og eg veit ekkert hvad eg a ad gera af mer. En eg aetla ad halda afram ad skoda einhverjar heimsidur og lata mer leidast.
Sè ykkur eftir 10 daga! Hlakka rosalega til. Koss og knus fra Italiunni.

föstudagur, maí 13, 2005

Ég er alveg að koma heim!

Sunnudagurinn 8.maí
Fór á ströndina og svo um kvöldið þurfti ég að vinna upp lestina um helgina og læra svolítið. Læra og læra...frekar leiðinlegt. En til að gera þetta skemmtilegra þá ákváðum við fjórburarnir að læra saman þau eru að vinna að einhverju verkefni sem ég skil ekkert í. Svo þetta var ekki sem verst....ég var samt alltaf að trufla þau. Þessi dyslexia er mjög pirrandi en hún getur samt verið mjög fyndin.

Mánudagurinn 9.maí
Ég var ekki alveg nógu dugleg svo ég fór í skólann og lagði lokahönd á ritgerðirnar mínar. Svo ufff...núna er þetta búið. Svo ég þarf bara að mæta nokkra tíma en enginn heimalærdómur...ekki að hann hafi verið mikill.

Þriðjudagurinn 10.maí
Mér var boðið á blaðamannafund í leikhúsi hérna í gamlabænum hjá honum Sergio nýja besta Íslandsvini mínum. Það var mjög fínt, hitti þar 3 íslendinga. Eftir fundinn fórum við á veitingarhús og fengum alveg dýrindis mat! Eða ekki! En nóg um það! Við borðið þá voru öll tungumálin mín komin í rugl....íslenska, ítalska og enska! Uff....aðeins of mikið fyrir mig! Eftir matinn sem einungis tók 3 tíma ákvað ég að taka það að mér að vera leiðsögumaður þeirra hérna í bænum.

Miðvikudagurinn 11.maí
Fór á frumsýningu á leikritinu ,, Mi ciamo Isbjörg, sono leone”. Mjög fínt hjá þeim, fullt af nekt og alls konar vitleysu. Mikið rosalega er gott að hitta íslendinga. Ég áttaði mig á því að ég hlakka hrikalega til að koma heim og ég sakna ykkar ekkert smá mikið.


Fimmtudagurinn 12.maí
Maríanna skvís átti afmæli. Vonandi áttir þú góðan dag gullið mitt þrátt fyrir að þú svaraðir ekki sms-inu frá mér.

Ég fór hinsvegar að fagna ritgerðarskilum og fór frá Genova. Ekki langt frá samt sem áður...ég tók samt lest sem tók 2 tíma að fara 80 km. Hefði örugglega verið fljótari á hjóli.

Föstudagurinn 13.maí
Núna er ég að hlusta á Sálmar með Ellen Kristjánsdóttir og ég er með kveikt á kerti og mynd af mömmu hérna hjá mér. Í dag hefði hún ástkæra mamma mín átt afmæli. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja! Nema að ég sakna hennar endalaust mikið og ég vona að hún viti það. Verið góð við foreldra ykkar. Mamma, til hamingju með daginn!

Ástar og saknaðarkveðja

laugardagur, maí 07, 2005

Nakin pia!

Nei, thad var ekki eg sem var nakin. Eg er buin ad gera mig ad nogu miklu fifli herna!
Þriðjudagurinn 3.maí
Við stelpurnar, þar að segja ég, Anu og Ines fengum þá snilldar hugmynd að lita á okkur hárið. Útkoman var misgóð en við erum þó allar en með hár! Ines fór verst út úr þessu og hún er með nokkrar gular strípur sem áttu þó að vera hvítar! Ekkert svo mikill munur. Ég reyndi þó ekki að gera mikla breytingu á mínu hári. Bara svart! Svo núna er ég eins og sannur ítali, súkkulaði brún, með rosalega svart hár. Var með litinn aðeins og lengi held ég.....!

Miðvikudagurinn 4.maí
Blondínurnar og súkkulaði stykkið ákváðu að hafa strandarpartý áður en við fórum á Grigua. Þetta partý heppnaðist þó betur en það síðasta því það endaði með því að allir voru rennandi blautir, með sand í hárinu og enginn komst á Grigua. Við vorum sem sagt aðeins rólegri í þetta sinn!

Fimmtudagurinn 5.maí
Hèrna er allt ad gerast! Sambylingarnir eru ordnir svakalega nànir en stundum einum of myndi eg segja! Marina min elskulega vinkona kom til min med bok! Mer fannst tetta mjog saklaust i fyrstu en ....vitir menn! Innihald bokarinnar var ekki fyrir born...ekki einu sinni fyrir fullordna nema eg se bara enntha barn! Eg opnadi bokina og gellan var nakinn a ollum myndunum...eg vissi ekki alveg hvernig eg atti ad haga mer ne hvad eg atti ad segja! Svo èg sagdi bara BELLA! Complimenti! Hvad er ad gerast hèrna!

Fostudagurinn 6.mai
Sokum vedurs gaf eg sjalfri mer fri i skolanum og for a strondina! Hihi! Vedrid var svo gott af vid forum um leid og solin eda um 8 leytid. Mjog fint!

Laugardagurinn 7.mai
Audvitad strondin aftur. En i dag tha var mjog stor hopur sem for, undir lokin tha vorum vid um 20 manns tharna. Vit vorum ad gera alla bralada med latunum i okkur og òtharfa boltakostum sem stundum endudu i heimamonnum sem voru ekki sattir. Og eg verd samt ad segja ad theyr verda ad aefa vornina hja serJ
Nuna er eg a netkaffi til ad saekja gogn svo eg geti nu laer eitthvad a morgun. Ekki seinna vaenna en ad byrja tvi eg a ad skilaverkefni a mànudaginn.....hef sagt thad àdur og segji thad aftur ,,betra er seint en aldrei”.

Hlakka til ad sja ykkur, farid vel med ykkur og eg sakna ykkar hrikalega mikid.
Astarkvedja fra Italiunni!

þriðjudagur, maí 03, 2005

Mynd af okkur i dabbanum!

Sorry, hvað það er langt síðan ég skrifaði! Nú kemur frekar langt blogg. Vonandi gefið þið ykkur tíma í að lesa bullið frá mér!

Þriðjudagurinn 26.apríl
Ég hef ekki séð einn skóla hérna fyrir utan minn eigin. En ég ákvað að fara að heimsækja einn, bara svona til að sjá hvernig þetta er hérna! Til þess að finna einn slíkan þá fékk ég Fabrizo með mér í lið. Jú, við fórum og heimsóttum mömmu hans.

Hvað er málið. Þegar ég kom að byggingunni þá spurði ég hann hvort þetta væri virkilega skóli. Þetta líktist frekar fangelsi en skóla nema að það vantaði girðinguna. Við gengum í gengum lóðina sem var hreint út sagt viðbjóður og annað eins tók á móti okkur þegar við komum inn. Á skólalóðinni eru enginn leiktæki. Það er ekki tilgangur í því vegna þess að börnin mega ekki fara út úr skólanum. Engar frímínútur enginn pása ekki neitt! En svo fékk ég áfall þegar ég kom inn í kennslustofuna Í fyrsta lagi þá stóðu öll börnin upp þegar ég kom inn og buðu mér góðan daginn. Í öðru lagi vegna þess að veggirnir voru ekki með neinu skrauti né verkefnum eftir börnin. Versta við veggina var að þeir voru ekki einu sinni hvítir...gul..eitthvað, og það vantaði málingu sumstaðar! Og í þriðja lagi þá var kennslan fyrir neðan allar hellur, ég átti ekki til orð yfir því að börnin fengu ekki að tala þegar þau vildu og loksins þegar litlu skinnin fengu að tjá sig þá hló kennarinn af þeim! Uffff...gott að ég bý á íslandi!

Miðvikudagurinn 27.apríl
Foreldrar hans Fredriks voru hérna. Og við stelpurnar heimtuðum að þau myndu nú elda eitthvað holt og gott fyrir okkur. Og, jú jú! Pabbi hans er alveg svaka kokkur! Við fengum laxasúpu...eða lax með smá súpu! Mjög gott, æðislegt að fá eitthvað annað en pizzu og pasta, góð tilbreyting!

Fimmtudagurinn 28.apríl
Við fóru í ferð með háskólanum hérna. Öllum Erasmus nemum var boðið út í sveit, í einhvern grasagarð......já, þið getið rétt ímyndað ykkur hvað það var gaman! Einmitt, jafn gaman og það hljómar. En það besta eða á ég að segja það versta vara kórinn sem söng á setningunni. Guð minn góður, ég gat varla verið þarna! Ég átti svo bát með að springa ekki út hlátri....ég hef aldrei á ævinni heyrt annað eins. Meira segja ég hefði geta gert betur og þá er nú mikið sagt! Jà, vid vorum ad sjàlfsogdu myndarlegasti hopurinn a svaedinu svo bladamadurinn smellti mynd af okkur og setti i dagbladid herna....và hòvaerin ad segja til sin aftur!

En þegar ég kom heim þá voru sambýlingarnir að elda mat. Eftir smá tíma byrjaði fólk að streyma inn og undir lokinn þá var þetta bara orðið ágætis partý. Við matarborðið drittuðu þau á mig alls konar spurningum um land og þjóð. Ég gat varla boðað því ég var alltaf að svara einhverjum bull spurningum....halda þau í alvörunni að við búum í snjóhúsum og að við séum með mörgæsir í garðinum, séum ekki með umferðarljós og að við getum tekið lest hingað! Hvað er málið! Eru snjóhús með garð...nei, bara að spá!

Föstudagurinn 29.apríl
Nú var haldið Erasmus Partý á Times Caffee. Fullt af Erasmus mættu á svæðið og eftir partyið gerðum við það sem Erasmus eru frægir fyrir hérna. Eða að birta aðeins upp á næturlífið hérna og við getum með sanni sagt að við máluðum bæinn rauðann!

Laugardagurinn 30.apríl
Finnsku píurnar Heiný og Lísa héldu party vegna einhverrar hefðar í Finnlandi. Við mættum sjálfsögðu öll á svæðið. Þetta er orðin svakalega stór hópur sem er alltaf saman. Fyrir áramótun þá skiptist þetta meira í minni hópa en núna þá skiptir eiginlega ekki málið hvað við gerum við erum alltaf um 30.manns.

Sunnudagurinn 1.maí

Já, allir fóru heim að sofa og svo hittumst við á ströndinni um 1 leytið. Nema krakkarnir frá Portúgal, veit ekki hvernig þeim tókst það en þeir komu þegar við vorum að fara heim eða um 5 leytið. Það tekur bara 20 mín að fara með lestinni en þeim tókst að vera í 2 tíma....þeir eru verri en ég í að ferðast með þessum lestum! Og kannski voru þeir eitthvað dasaðir eftir helgina!

Mánudagurinn 2.maí
Það hringdi í mig leikstjóri og bauð mér að koma á æfingu hjá þeim. Þeir eru að setja upp leikrit sem heitir ,,Ég heiti Ísbjörg”. Þetta átti bara að vera stuttheimsókn að minni hálfu en ekki að hans. Ég fékk að fara heim eftir 5 klukkutíma. Hann bauð mér að koma aftur í vikunni og svo bauð hann mér líka á frumsýninguna hjá þeim! Held að ég láti frumsýninguna nægja! Svona er að vera Íslendingur í Genova!

Farið vel með ykkur, ég hlakka til að koma heim sjá ykkur, sakna ykkar geðveikt! Koss og knús frá ítalíunni!